Bestu kylfingar landsins keppa á B59 Hotel mótinu á Akranesi



Fyrsta mót ársins á GSÍ mótaröðinni 2022 fer fram á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni dagana 20.-22. maí.

Mótið heitir B59 Hotel mótið og er Leynir á Akranesi framkvæmdaraðili mótsins.

Alls eru 90 keppendur skráðir til leiks, 68 karlar og 22 konur.

Meðaldur keppenda er 23 ár. Elstu keppendurnir eru fæddir árið 1969 og yngsti keppandinn er fæddur árið 2008. Þess má geta að elsti og yngsti keppandinn eru feðgin.

Keppendurnir koma frá níu klúbbum og eru sjö klúbbar með keppendur í karla – og kvennaflokki.
Flestir keppendur koma frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar eða 24 alls, og GM er með rétt tæplega helming keppenda í kvennaflokki eða 10 alls. GR er með 21 keppenda og GKG er með 14.

KlúbburKarlarKonurSamtals
NK55
GL213
GK9110
GS55
GR15621
GM141024
GKG12214
GOS415
GA213
Samtals682290

Á meðal þeirra sem hafa skráð sig til leiks má nefna Aron Snæ Júlíusson, GKG, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Aron Snær er með lægstu forgjöfin í mótinu eða +4,6.

Axel Bóasson, GK, sem sigraði á móti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni er skráður til leiks – en Axel er þrefaldur Íslandsmeistari í golf (2011, 2017 og 2018). Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari frá árinu 2008, er einnig skráður en hann keppir fyrir GM.

Í kvennaflokki eru margir landsliðskylfingar skráðir til leiks – og má þar nefna Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, GOS, Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur, GR og Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, GR.

Garðavöllur var opnaður í byrjun maí og kemur völlurinn mjög vel undan vetri.

Keppt er í höggleik og er fyrsti keppnisdagurinn föstudagurinn 20. maí og verða alls leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Ræst verður út alla dagana frá kl. 8:00.

Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% af fjölda keppenda úr hvorum flokki.

Smelltu hér fyrir rástíma:

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit:

Alls eru sex mót á dagskrá í sumar sem eru hluti af stigamótaröð GSÍ.

Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili á Íslandsmóta á stigamótaröð GSÍ.

Íslandsmótið í holukeppni fer fram í júní hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, og Íslandsmótið í golfi fer fram á Vestmannaeyjavelli í byrjun ágúst.

Leirumótið hjá Golfklúbbi Suðurnesja fer fram í byrjun júní, Keilir verður með Hvaleyrarbikarinn í júlí og Korpubikarinn fer fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í ágúst. Klúbbarnir sem halda þessi mót eru framkvæmdaraðilar en mótin telja á stigalista GSÍ.