Heitt í kolunum í bæjarmálunum – Framsókn og frjálsir saka Samfylkinguna um vanvirðingu



Fulltrúar Framsóknar og frjálsir og Samfylkingar á Akranesi hafa á undanförnum dögum verið í viðræðum um að halda áfram meirihlutasamstarfi flokkanna í bæjarstjórn Akraness.

Í morgun greindi RÚV frá því að slitnað hafi upp úr viðræðunum – og oddvitar flokkanna segja að til tíðinda muni draga í dag. Valgarður Lyngdal Jónsson oddviti Samfylkingarinnar segir í samtali við RÚV að flokkurinn muni senda frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla síðar í dag.

Framboðin þrjú sem buðu fram í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi fengu öll þrjá bæjarfulltrúa, þar sem að Framsókn og frjálsir bættu við sig einum bæjarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum.

Ragnar Baldvin Sæmundsson oddviti Framsóknar og frjálsra segir í viðtal við mbl.is að Samfylkingin hafi vanvirt heiðursmannasamkomulag með því að hefja strax viðræður við Sjálfstæðisflokkinn

Nánar á vef mbl.is.