Myndasyrpa: Árni Snær hetja Skagamanna gegn ÍBVÍA gerði í dag markalaust jafntefli gegn ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu – en leikurinn fór fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir tilþrif og sóknarfæri. Staðan í hálfleik var 0-0 og ÍA náði ekki að nýta sér það að vera einum leikmanni fleiri eftir að Elvis Okello Bwomono leikmanni ÍBV var vísað af leikvelli með sitt annað gula spjald á 67. mínútu.

Jón Gísli Eyland Gíslason fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili undir lok leiksins.

Árni Snær Ólafsson markvörður og fyrirliði ÍA reyndist hetjan undir lok leiksins þegar hann varði vítaspyrnu frá Andra Rúnari Bjarnasyni. Árni Snær virtist lesa hvað Andri Rúnar ætlaði að gera og boltinn hafnaði reyndar í þverslá marksins áður en varnarmenn ÍA náðu að bægja hættunni frá.

ÍA er í 8. sæti deildarinnar eftir 7 umferðir með einn sigur, þrjú jafntefli og þrjá tapleiki.