Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Kristján Magnússon skrifuðu nýverið undir samning við Sundfélag Akraness um úthlutun úr afreksjóði S.A. Styrktaraðilar Sundfélags Akraness fjármagna sjóðinn.
Markmið sjóðsins er að styðja sundmenn fjárhagslega í afreksstarfi eins t.d. niðurgreiðslu á Íslandsmeistaramótum, landsliðsverkefnum og æfinga/keppnisferðum.
Frá vinstri: Kristján, Ágúst Júlíusson formaður S.A. og Guðbjörg Bjartey.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Fjölmörg verkefni eru framundan hjá Íslenska landsliðinu í sundi, og sundfólkið er á leiðinni til Glasgow í Skotlandi að keppa á sterku alþjóðlegu móti þar sem að Kjell Wormdal þjálfari ÍA er í þjálfarateymi landsliðsins.
Einar Margeir hefur náð lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga sem verður haldið í Rúmeníu í sumar. Afreksjóður S.A. mun niðurgreiða landsliðsverkefnin og æfingarferðir hjá hópnum.
Til þess að gerast styrktaraðili Afreksjóðs og/eða Sundfélags Akraness er hægt að taka þátt með því að leggja inn á reikning: 186-15-380864 / kt: 630269-4239 eða hafa samband við félagið með tölvupósti á [email protected].