Spennandi starf á skrifstofu KFÍA laust til umsóknar



Knattspyrnufélag ÍA auglýsti nýverið eftir umsóknum um spennandi starf á skrifstofu félagsins. Um er að ræða starf verkefnastjóra – og í auglýsingunni kemur m.a. að fram að viðkomandi þurfi að hafa brennandi áhuga á fótbolta.

Starfið er fjölbreytt og lítur að öllum þáttum starfsemi Knattspyrnufélags ÍA.

Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í samstarfi við starfsmenn félagsins, leikmenn, iðkendur, foreldra, félagsmenn og stjórn.

Umsækjendur þurfa að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma vegna leikja og mótahalds, brenna fyrir sportið og tilbúnir að starfa í fjölbreyttu umhverfi fótboltans.

Nauðsynlegt er að hafa búsetu á Akranesi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Halda utan um skráning og innheimtu æfinga- og félagsgjalda KFÍA
  • Umgjörð og framkvæmd heimaleikja meistaraflokka
  • Tryggja aðföng
  • Vefsala
  • Starfa með nefndum/ráðum
  • Norðurálsmótið
  • Viðburðir
  • Samfélagsmiðlar og markaðsmál
  • Ýmis dagleg umsýsla 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði
  • Áhugi á fótbolta

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri ([email protected]). Umsóknir ásamt ferilskrá berist eigi síðar en 27. maí í gegnum ráðningakerfi á www.alfred.is.