Þóra sýndi bráðsnjalla hugmynd í úrslitum Nýsköpunarkeppni grunnskólanna



Þóra Guðmundsdóttir, nemandi í 6. bekk Grundaskóla á Akranesi, sýndi bráðsnjalla hugmynd sína í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á Íslandi nýverið.

Þóra hefur unnið að því að þróa App fyrir táknmál með það að leiðarljósi að gera heyrnarlausum kleift að hafa samskipti – og á sama tíma að kenna þeim sem vilja læra táknmál.

Á vef Grundaskóla kemur fram að Þóra hafi staðið sig með mikilli í lokakeppninni. Hún tók þátt í vinnustofu þar sem að allir þátttakendur fengu viðurkenningu fyrir þeirra framlag – og Ásmundur Einar Daðason ráðherra hitti hópinn eins og sjá má á myndunum sem birtar voru á vef Grundaskóla.