Valgerður Jónsdóttir, bæjarlistakona Akraness, og félagar hennar verða með tónlistarviðburð í anddyri Tónlistarskólans á Akranesi á uppstigningardag – fimmtudaginn 26. maí.
Í tilkynningu um viðburðinn segir Valgerður að nú fari ári hennar sem bæjarlistakona að ljúka og af því tilefni hafi hún ákveðið að bjóða upp á fjölbreytta tónlistardagskrá.
„Ég fæ til mín kórfólkið mitt og fleira samstarfsfólk í tónlistinni. Á dagskránni er fjölbreytt blanda af tónlist eftir mig, m.a. úr bókinni „Tónar á ferð-söngbók“ og af Ep plötunni sem er á leiðinni. Dagskráin verður í þremur settum og gestir geta komið og farið að vild yfir daginn,“ segir Valgerður.
Allur ágóði tónleikanna rennur til Ljóssins, sem er endur-hæfingar – og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.
Dagskrá:
Kl. 13-13.20 Skólakór Grundaskóla, yngri hópur
Kl. 13.40-14.20 Valgerður ásamt hljómsveit:
Sylvía Þórðardóttir, Þórður Sævarsson, Sveinn Rúnar Grímarsson, Arnar Óðinn Arnþórsson og Úlfhildur Þorsteinsdóttir flytja lögin mín + nokkur þjóðlög.
Kl. 14.40-15.15
Skólakór Grundaskóla, eldri hópur og Karlakórinn Svanir syngja nokkur af lögunum mínum, saman og sitt í hvoru lagi.
Hér fyrir neðan eru tvö lög eftir Valgerði – sem finna má á Youtube og víðar.