Fjöldi íþrótta – og menningartengdra verkefna fá stuðning á árinu 2022 frá Akraneskaupstað


Menningar – og safnanefnd Akraness ákvað á fundi sínum nýverið að úthluta rúmlega 3.6 milljónum kr. í styrki til alls 17 íþrótta- og menningartengdra verkefna á árinu 2022.

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu ráðsins, þar sem að heimildakvikmyndahátíðin Docfest fær hæstu upphæðina og Skaginn syngur inn jólin fær næst hæstu upphæðina.

Úthlutunin með eftirfarandi hætti.

 1. Docfest (hátið heimildarkvikmynda), kr. 400.000
 2. Skaginn syngur inn jólin (jóladagatal), kr. 350.000
 3. Frostbiter kvikmyndahátíð, kr. 200.000
 4. Ganga – fjara og fjall, söguganga um Skaga á Jónsmessu, kr. 50.000
 5. Karlakórinn Svanir, kr. 100.000
 6. Kellingar, ganga um Akranes þar sem fallað verður um sjósókn og það sem henni tengist, kr. 100.000
 7. Kór Akraneskirkju Tónverkið Requiem, kr. 250.000
 8. Skagarokk, tónleikar til að minnast Skagarokks ´92, kr. 250.000
 9. Leikhópurinn Skítþró með tónleikasýninguna „Félagsleg endurhæfing“, kr. 300.000
 10. Heimaskagi 2022, tónleikar á ýmsum stöðum í bænum, kr. 250.000
 11. Þyrlurokk ’90, heimildarmynd, kr. 250.000
 12. Myndlistasýning á vökudögum, kr. 200.000
 13. Photostitch myndir/innrömmun, kr. 100.000
 14. Menningarvitar, kr. 250.000
 15. Travel Tunics, tónlistarviðburðir, kr. 150.000
 16. Tónleikahald, kr. 150.000
 17. Jólatónleikar söngdætra Akraness/Menningarfélagið Bóhem, kr. 300.000