Menningar – og safnanefnd Akraness ákvað á fundi sínum nýverið að úthluta rúmlega 3.6 milljónum kr. í styrki til alls 17 íþrótta- og menningartengdra verkefna á árinu 2022.

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu ráðsins, þar sem að heimildakvikmyndahátíðin Docfest fær hæstu upphæðina og Skaginn syngur inn jólin fær næst hæstu upphæðina.
Úthlutunin með eftirfarandi hætti.
- Docfest (hátið heimildarkvikmynda), kr. 400.000
- Skaginn syngur inn jólin (jóladagatal), kr. 350.000
- Frostbiter kvikmyndahátíð, kr. 200.000
- Ganga – fjara og fjall, söguganga um Skaga á Jónsmessu, kr. 50.000
- Karlakórinn Svanir, kr. 100.000
- Kellingar, ganga um Akranes þar sem fallað verður um sjósókn og það sem henni tengist, kr. 100.000
- Kór Akraneskirkju Tónverkið Requiem, kr. 250.000
- Skagarokk, tónleikar til að minnast Skagarokks ´92, kr. 250.000
- Leikhópurinn Skítþró með tónleikasýninguna „Félagsleg endurhæfing“, kr. 300.000
- Heimaskagi 2022, tónleikar á ýmsum stöðum í bænum, kr. 250.000
- Þyrlurokk ’90, heimildarmynd, kr. 250.000
- Myndlistasýning á vökudögum, kr. 200.000
- Photostitch myndir/innrömmun, kr. 100.000
- Menningarvitar, kr. 250.000
- Travel Tunics, tónlistarviðburðir, kr. 150.000
- Tónleikahald, kr. 150.000
- Jólatónleikar söngdætra Akraness/Menningarfélagið Bóhem, kr. 300.000