ÍA og Sindri mætast í sögulegum leik í kvöld í bikarkeppni KSÍ



Á næstu dögum fara fram 32-liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu.

Leikirnir fara fram þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í þessari viku, en liðin í Bestu deild karla koma inn í keppnina í þessari umferð.

Karlalið ÍA mæta liði Sindra á útivelli á Höfn í Hornafirði í dag, þriðjudaginn 24. maí, og hefst leikurinn kl. 18:00.

ÍA og Sindri hafa einu sinni mætt hvort öðru en það var árið 2004 á Íslandsmótinu innanhúss þar sem að ÍA sigraði 5-2.

Sindri er í fjórðu efstu deild, 3. deild, en liðið mætti Kára nýverið þar sem að leikurinn endaði með jafntefli 1-1. Káramenn mæta stórliði FH á morgun, miðvikudag á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.

Karlalið ÍA hefur sigrað 9 sinnum í bikarkeppni KSÍ en KR er sigursælasta liðið í keppninni með 14 titla og Valur er í öðru sæti með 11 titla.

32-liða úrslit

Þriðjudagurinn 24. maí

Höttur/Huginn – Ægir á Fellavelli kl. 17:00

Sindri – ÍA á Sindravöllum kl. 18:00

Selfoss – Magni á JÁVERK-vellinum kl. 18:00

Vestri – Afturelding á Olísvellinum kl. 18:00

HK – Grótta í Kórnum kl. 19:15

Grindavík – ÍR á Grindavíkurvelli kl. 19:15

Hvíti Riddarinn – Kórdrengir á Malbikstöðinni að Varmá kl. 19:15

Dalvík/Reynir – Þór á Dalvíkurvelli kl. 19:45

Miðvikudagurinn 25. maí

Fylkir – ÍBV á Würth vellinum kl. 18:00

FH – Kári á Kaplakrikavelli kl. 19:15

Keflavík – Njarðvík á HS Orku vellinum kl. 19:15

Stjarnan – KR á Samsungvellinum kl. 19:45

Fimmtudagurinn 26. maí

Fram – Leiknir R. á Framvelli kl. 14:00

KA – Reynir S. á KA-velli kl. 16:00

Haukar – Víkingur R. á Ásvöllum kl. 19:15

Breiðablik – Valur á Kópavogsvelli kl. 19:45