Fjórir Skagamenn í A-landsliðshóp KSÍ sem leikur fjóra leiki í júní



Fjórir Skagamenn eru í A-landsliðshóp karla í knattspyrnu sem leikur fjóra leiki í júní.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, tilkynnti hópinn fyrr í dag, en Ísland leikur þrjá leiki í Þjóðadeild UEFA og einn vináttuleik. Liðið mætir Ísrael heima og að heiman og Albaníu heima í Þjóðadeild UEFA og San Marínó ytra í vináttuleik. Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er aðstoðarþjálfari liðsins – og sonur hans er í landsliðshópnum.

Leikmennir eru þeir Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson.

Hákon Arnar, sem nýverið fagnaði danska meistaratitlinum með FCK í Kaupmannahöfn er í fyrsta sinn valinn í A-landsliðið.

Ísak Bergmann, sem varð einnig danskur meistari með FCK hefur leikið 11 leiki og skorað 1 mark.

Stefán Teitur, sem leikur með Silkeborg IF í Danmörku hefur leikið 9 A-landsleiki og skorað 1 mark og

Arnór Sigurðsson sem er samningsbundinn CSKA Moskvu í Rússlandi en er á láni hjá Venezia á Ítalíu, hefur leikið 18 leiki og skorað 1 mark.

Hópurinn er þannig skipaður:

Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking

Ingvar Jónsson – Víkingur R. – 8 leikir

Rúnar Alex Rúnarsson – OH Leuven – 14 leikir

Daníel Leó Grétarsson – Slask Wroclaw – 7 leikir

Brynjar Ingi Bjarnason – Valerenga IF – 12 leikir, 2 mörk

Ari Leifsson – Stromsgodset – 3 leikir

Hörður Björgvin Magnússon – CSKA Moskva – 38 leikir, 2 mörk

Davíð Kristján Ólafsson – Kalmar FF – 4 leikir

Valgeir Lunddal Friðriksson – BK Häcken – 2 leikir

Alfons Sampsted – FK Bodo/Glimt – 10 leikir

Hákon Arnar Haraldsson – FC Köbenhavn

Ísak Bergmann Jóhannesson – FC Köbenhavn – 11 leikir, 1 mark

Willum Þór Willumsson – BATE Borisov – 1 leikur

Þórir Jóhann Helgason – US Lecce – 9 leikir

Arnór Sigurðsson – Venezia FC – 18 leikir, 1 mark

Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF – 9 leikir, 1 mark

Birkir Bjarnason – Adana Demirspor – 107 leikir, 15 mörk

Aron Elís Þrándarson – Odense BK – 10 leikir

Mikael Neville Anderson – Aarhus GF – 11 leikir, 1 mark

Jón Dagur Þorsteinsson – Aarhus GF – 18 leikir, 2 mörk

Mikael Egill Ellertsson – SPAL – 4 leikir

Albert Guðmundsson – Genoa – 30 leikir, 6 mörk

Hólmbert Aron Friðjónsson – Lillestrom SK – 6 leikir, 2 mörk

Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid – 6 leikir, 2 mörk

Sveinn Aron Guðjohnsen – IF Elfsborg – 12 leikir, 1 mark

Leikirnir fjórir eru:

Ísrael – Ísland fimmtudaginn 2. júní á Sammy Ofer Stadium kl. 18:45

Ísland – Albanía mánudaginn 6. júní á Laugardalsvelli kl. 18:45

San Marínó – Ísland fimmtudaginn 9. júní á Stadio Olimpico di Serravalle kl. 18:45

Ísland – Ísrael mánudaginn 13. júní á Laugardalsvelli kl. 18:45