Óskasonur Akraness, „Kúrekinn Maron“, með útgáfutónleika í Akranesvita í dagMaron Baldursson sem landsmenn þekkja sem Malli í Sítrónudropunum og einnig sem Kúrekinn Maron gaf nýverið út hljómplötuna „Gresjur Akranes“.

Maron, sem er af mörgum talin vera óskasonur Akraness mun selja nýju plötuna í Akranesvita í dag á útgáfutónleikum sem hefjast kl. 16:30.

Maron gaf út plötu fyrir tveimur áratugum og hafa margir beðið eftir nýju efni frá Kúrekanum.

Það kostar ekkert á tónleikana en þeir sem vilja skoða Akranesvita í leiðinni þurfa að greiða aðgangseyri.