Fjölbreytt dagskrá á Sjómannadaginn á Akranesi



Það verður mikið um að vera á Akranesi á sunnudaginn 12. júní – á Sjómannadaginn sem er hátíðisdagur og lögskipaður frídagur allra sjómanna.

Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir.

Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda.


Sjómannadagurinn 12. júní 2022.

Kl. 10:00 Minningarstund í Kirkjugarði Akraness við minnismerki um týnda sjómenn. 

Kl. 10:00-17:00 Opið á Byggðasafnið í Görðum –  aðgangur ókeypis. Bingó ratleikur fyrir börn. 

Kl. 10:00-17:00 Opið verður hjá Eldsmiðum á Byggðasafninu – verið velkomin. 

Kl. 10:00-18:00 Opið í Guðlaugu við Langasand –  aðgangur ókeypis, verið velkomin. 

Kl. 10:00 Vant sjóbaðsfólk bíðum gestum og gangandi að stíga sín fyrstu sundtök í sjó með leiðsögn. 

Kl. 11:00 Sjómannadagsmessa í Akraneskirkju. Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi að lokinni athöfn. 

Kl. 12:00-16:00 Opið í Akranesvita – aðgangur ókeypis. 

Kl.12 Hoppkeppni í boði Hopplands, Bakkatúni 5. Verðlaun verða veitt á fjölskylduskemmtuninni á hafnarsvæðinu sem fer fram kl.14-16. Veitt eru verðlaun fyrir frumlegasta og skemmtilegasta hoppið. Skráning á [email protected]

Kl. 13:30-16:30 Kaffisala í Jónsbúð við Akursbraut á vegum Slysavarnadeildar Lífar. Öll hjartanlega velkomin. 

Kl. 13:30 Kellingar á sjómannadaginn – Söguganga með Kellingunum, gangan hefst á Akratorgi. 

Kl. 13:00-14:00 Dorgveiðikeppni á Sementsbryggjunni í boði Frystihússins. Veitt verður verðlaun fyrir Stærsta fiskinn, minnsta fiskinn, skrýtnasta fiskinn, yngsta keppandann og best klæddi sjóarann. 

kl. 14:00 Róðrakeppni í boði Nítjándu/Bistro & Grill, Garðavöllum. 

kl. 14:00-16:00 Götubitar á hjólum verða á hafnarsvæðinu.  

kl. 14:00-16:00 Fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu á boðstólnum verður m.a: Hoppukastalar, bátasmíði, lifandi fiskar í körum, vatnaboltar og ýmislegt fleira. Félagar í Sjósportfélaginu Sigurfara verða sýnilegir á svæðinu og verða meðal annars með kajaka á floti sem hægt verður að reyna sig á. Björgunarfélagið verður með báta á sjó og Jón Gunnlaugsson björgunarbátur verður til sýnis. Félagar Björgunarfélagsins munu taka þátt í æfingu með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar, ef aðstæður leyfa. Björgunarfélagið verður með ýmislegt til sýnis. Blue Water Kayaks  býður fólk velkomið til að prufa kajak eða SUP. Fyrir öryggi þá verður aldurstakmark á báta og SUP (10 ára +). 

Fimleikadeild ÍA verður með varning til sölu. 

Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar. 

Nýjar upplýsingar verður að finna á viðburðadagatali á www.skagalif.is.