Sævar Freyr ráðinn á ný sem bæjarstjóri AkranessSævar Freyr Þráinsson verður áfram bæjarstjóri á Akranesi.

Gengið var frá fjögurra ára samningi við Sævar með formlegum hætti í gær á fyrsta fundi bæjarstjórnar Akraness á nýju kjörtímabili.

Sævar Freyr tók við starfinu í mars árið 2017 af Regínu Ásvaldsdóttur.

Frá stofnun Akraneskaupstaðar árið 1942 hafa verið starfandi 16 bæjarstjórar – og er Regína Ásvaldsdóttir eina konan sem hefur gegnt því embætti í 80 ára sögu bæjarsins.

Hér má sjá lista yfir bæjarstóra Akraness frá upphafi.

Arnljótur Guðmundsson (f. 29/6 1912, d. 13/1 1955).
Bæjarstjóri 1942 – 1946.


Guðlaugur M. Einarsson (f. 13/1 1921, d. 17/2 1977). Bæjarstjóri 1946 – 1950.


Sveinn Finnsson (f. 23/11 1920, d. 7/6 1993).
Bæjarstjóri 1950 – 1954.


Daníel Ágústínusson (f. 18/3 1913, d. 11/4 1996).
Bæjarstjóri 1954 – 1960


Hálfdán Sveinsson (f. 7/5 1907, d. 18/11 1970).
Bæjarstjóri 1960 – 1962.

Björgvin Sæmundsson (f. 4/3 1930, d. 20/8 1980).
Bæjarstjóri 1962 – 1970.

Gylfi Ísaksson (f. 7/7 1938).
Bæjarstjóri 1970 – 1974

Magnús Oddsson (f. 17/11 1935, d. 11/4 2017).
Bæjarstjóri 1974 – 1982

Ingimundur Sigurpálsson (f. 24/9 1951).
Bæjarstjóri 1982 – 1987.

Gísli Gíslason (f. 9/7 1955).
Bæjarstjóri 1987 – 2005

Guðmundur Páll Jónsson (f. 30/12 1957).
Bæjarstjóri 2005 – 2006

Gísli Sveinbjörn Einarsson (f. 12/12 1945).
Bæjarstjóri 2006 – 2010

Árni Múli Jónasson (f. 14/5 1959).
Bæjarstjóri 2010 – 2012

Jón Pálmi Pálsson (f. 27/7 1954).
Bæjarstjóri 2012 – 2012

Regína Ásvaldsdóttir (f. 30/6 1960).
Bæjarstjóri 2013 – 2017

Sævar Freyr Þráinsson (f. 16/6 1971).
Bæjarstjóri 2017 til dagsins í dag