Allt frá árinu 2015 hafa nokkrar konur staðið fyrir sögu- og bókmenntagöngum um Akranes.
Hópurinn er betur þekktur sem Kellingarnar og ætla þær að bjóða upp á sögugöngu á Sjómannadaginn þar sem þær munu fjalla um útgerð og sjómannslíf.
Textaskrif- og heimildaöflun hefur verið í höndum Guðbjargar Árnadóttur, Hallberu Jóhannesdóttur og Halldóru Jónsdóttur, sem fengið hafa til liðs við sig upplesara og tónlistarfólk.
Verkefnið er á vegum Bókasafns Akraness í tengslum við Skagaleikflokkinn og hefur hlotið menningarstyrk frá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi.
Gangan hefst á Akratorgi kl. 13.30 á sunnudaginn og þaðan liggur leiðin að Krókalóni, Lambhúsasundi og að Akraneshöfn.
Hér er umfjöllun úr þættinum Að Vestan þar sem fjallað er um þetta áhugaverða verkefni á Skaganum.