Hvalfjarðargöngin verða lokuð næstu þrjár nætur vegna alþrifa á göngunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Framkvæmdir hefjast í kvöld, mánudaginn 13. júní kl. 22 og verður lokað fram til kl. 6:30 í fyrramálið.
Sama staða verður á þriðjudag og miðvikudag þar sem að lokað verður frá 22-06:30 báða þessa daga.
Umferð verður beint um Hvalfjörð (vegur 47) á meðan Hvalfjarðargöngin verða lokuð.
Athugið: Í kvöld og nótt mánudaginn 13. júní, 14. júní og 15. júní verða alþrif í Hvalfjarðargöngunum. Lokað verður í göngunum frá kl. 22:00 til 6:30 þessar nætur og umferð beint um Hvalfjörð (veg 47). #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 13, 2022