Myndband og myndasyrpa frá opnunarhátíð Norðurálsmótsins 2022



Norðurálsmótið í knattspyrnu var sett með formlegum hætti í dag.

Um 1200 leikmenn mættu vel stemmdir í skrúðgöngu sem hófst við Stjórnsýsluhúsið við Stillholt. Skrúðgangan endaði við Akraneshöllina þar sem að tekið var vel á móti leikmönnum og fylgdarfólki.

Gísli J. Guðmundsson, (Gísli Rakari) var á svæðinu fyrir hönd Skagafrétta og hér er myndband frá Gísla ásamt nokkrum myndum.