Um 1700 keppendur taka þátt á Norðurálsmótinu á Akranesi -formleg setning í dag



Norðurálsmótið í knattspyrnu verður sett með formlegum hætti í dag kl. 11 með skrúðgöngu frá Stjórnsýsluhúsinu við Stillholt. Mótið er nú haldið í 37. skipti og hófst keppni í gær þar sem að allra yngstu keppendurnir fengu að spreyta sig. Þar tóku 80 drengjalið þátt og 18 stúlknalið – um 570 keppendur.

Í dag hefst keppni hjá þeim eru í 7. flokki og þar eru 1150 keppendur. Heildarfjöldi keppenda á þessu móti er því 1700 leikmenn. Norðurálsmótið er eitt fjölmennasta íþróttamót Íslands og er ómissandi hluti hjá yngstu leikmönnum Íslands í knattspyrnu.

Norðurálsmótið er skipulagt á forsendum iðkenda, með það í huga að allir séu með í leiknum til að skapa jákvæða og skemmtilega upplifun barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta.