Íbúafundur um framtíðarsýn á Breiðinni í Bíóhöllinni þriðjudaginn 28. júní



Íbúafundur um framtíðarsýn á Breiðinni verður haldinn þriðjudaginn 28. júní kl 17:00 í Bíóhöllinni – Vesturgötu 27.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Ávarp bæjarstjóra
Sævar Freyr Þráinsson

Horfum til framtíðar á Breið – hugmyndasamkeppnin – grunnur að uppbyggingu
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims

Tónlistaratriði frá Akranesi
Travel tunes fjölskyldan
Valgerður Jónsdóttir, Þórður Sævarsson og Sylvía Þórðardóttir

Ísland verði suðupottur loftslagsverkefna á heimsvísu – framtíðarsýn Running Tide á Akranesi
Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs og Kristinn Lár Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Running Tide

Ræktun þara til að kljást við loftslagsvánna – tækifæri Íslands í sjálfbærri þróun
Marty Odlin, stofnandi Running Tide