Lilja Björk valin í U-16 ára landsliðið – skipti úr ÍA yfir í Stjörnuna/Álftanes

Lilja Björk Unnarsdóttir, sem leikið hefur með yngri flokkum ÍA og meistaraflokki kvenna, var á dögunum valin í U-16 ára landslið Íslands í knattspyrnu.

Liðið leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi í byrjun júlí.

Lilja Björk, sem er fædd árið 2006, gekk í raðir Stjörnunnar á dögunum og leikur hún með meistaraflokksliði Álftaness sem er í samstarfi við Stjörnuna.

Alls hafa 20 leikmenn frá 10 félögum verið valdir í hópinn, sem má sjá hér að neðan.

Hópurinn:

Angela Mary Helgadóttir Þór/KA
Bergdís Sveinsdóttir Víkingur R.
Berglind Freyja Hlynsdóttir FH
Bryndís Halla Gunnarsdóttir FH
Emelía Óskarsdóttir Kristianstad
Glódís María Gunnarsdóttir KH
Harpa Helgadóttir Augnablik
Herdís Halla Guðbjartsdóttir Augnablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir Augnablik
Hrefna Jónsdóttir Álftanes
Ísabella Sara Tryggvadóttir KR
Kolbrá Una Kristinsdóttir KH
Krista Dís Kristinsdóttir Þór/KA
Lilja Björk Unnarsdóttir Álftanes
Margrét Brynja Kristinsdóttir Augnablik
Olga Ingibjörg Einarsdóttir Augnablik
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir Haukar
Sigdís Eva Bárðardóttir Víkingur R.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsd. Víkingur R.
Sóley María Davíðsdóttir HK