Flottur árangur hjá Skagamönnum á U21-Heimsmeistaramótinu í keiluÍsak Birkir Sævarsson og Jóhann Ársæll Atlason, sem keppa fyrir Keilufélag Akraness, hafa á undanförnum dögum keppt á Heimsmeistaramótinu fyrir leikmenn yngri 21 árs. Mótið fer fram í Helsinborg í Svíþjóð.

Í einstaklingskeppninni var Ísak Birkir nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn – en hann endaði í 62. sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti. Jóhann Ársæll endaði í 83. sæti.

Ísak Birkir og Jóhann Ársæll kepptu saman í tvímenningi. Þar enduðu þeir í 38. sæti.

Í liðakeppninni náði íslenska U-21 árs landsliðið besta árangri frá upphafi með því að komast í 16-manna úrslit. Þeir gerðu enn betur og enduðu í 12. sæti en Ísak Birki og Jóhann Ársæll léku stórt hlutverk í því liði.

Nánar á vef Keilusambands Íslands.