Söngleikurinn Hunangsflugur og Villikettir er nú aðgengilegur á veraldarvefnum



Söngleikurinn Hunangsflugur og Villikettir vakti mikla athygli þar sem að kraftmiklir nemendur úr 10. bekk Grundaskóla fóru á kostum.

Hunangsflugur og Villikettir var kveðjuverkefni árgangsins 2006 sem útskrifaðist úr Grundaskóla í vor.

Söngleikurinn er nánast jafnaldri þeirra sem standa á sviðinu í þessum skemmtilega söngleik sem frumsýndur var árið 2005 á fjölum Grundaskóla.

Söngleikurinn er „beint af býli“ en þrír þaulreyndir kennarar úr röðum skólans sömdu verkið – Flosi Einarsson, Einar Viðarsson og Gunnar Sturla Hervarsson.

Söngleikurinn er nú aðgengilegur á Youtube og er hægt að horfa á sýninguna þar.

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/04/21/myndasyrpa-utskriftarnemar-fara-a-kostum-i-songleik-a-fjolum-grundaskola/

Smelltu hér fyrir myndasafn frá skagafrettir.is

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/04/22/benedikt-let-okklabrot-ekki-stodva-sig-for-beint-af-sjukrahusinu-og-a-leiksvidid/