Metþátttaka í keppninni Rauðhærðasti Íslendingurinn – Lilja Björk sigraði



Lilja Björk Sigurðardóttir vann titilinn „Rauðhærðasti Íslendingurinn“ árið 2022 á Írskum dögum sem fram fóru um liðna helgi.

Þetta er í 23. sinn sem þessi keppni fer fram og alls tóku 40 þátt að þessu sinni – sem er met.

Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstað.

Sigurvegari hlaut í verðlaun 40 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Air.

Lilja Björk er 22 ára frá Mosfellsbæ.

Klettur Bjarmi Pétursson Hediðdísarson hlaut annað sæti í keppninni og Heiða Norðkvist það þriðja og hlutu þau gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun.

Lilja Björk Sigurðardóttir er 22 ára frá Mosfellsbæ og er rauðahærðasti Íslendingurinn 2022. Mynd/akranes.is
Klettur Bjarmi Pétursson Hediðdísarson varð annar í keppninni. Mynd/akranes.is
Heiða Norðkvist varð þriðja í keppninni. Mynd/akranes.is