Ertu í 2005, 2006 og 2007 árgangi á Akranesi og langar að ferðast til útlanda? – smelltu þá hér



Norræna félagið á Akranesi leitar eftir áhugasömum ungmennum á Akranesi til þess að taka þátt á ungmennmóti sem fram fer í Västervik í Svíþjóð dagana 5.-9.október 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Norræna félagið á Akranesi og vinabæir þess halda slík ungmennamót annað hvert ár til skiptis í bæjunum, að þessu sinni í Västervik í Svíþjóð. Vinabæirnir eru auk Västervik eru Närpes í Finnlandi, Bamble í Noregi, og Langsskov í Danmörku.

Markmið Norræna félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið Norðurlandaþjóðanna sín á milli og þeirra og annarra þjóða út á við. Norræna félagið vinnur að markmiðum sínum með því að stuðla að samskiptum milli einstaklinga, félagsdeilda og við systurfélög sín á Norðurlöndum.

Fjórum ungmennum á Akranesi sem fædd eru 2005, 2006 og 2007 býðst að fara til Västervik í Svíþjóð á ungmennamót 5.-9.október. 2022.

Þar verða fjögur ungmenni frá hverjum vinabæ Akraness.

Þessa daga dvelja þau á heimilum jafnaldra sinna og taka þátt í skipulagðri dagskrá heimamanna. Einnig kynna ungmennin sína heimabæi og skóla fyrir jafnöldrum sínum. Þátttökugjald er kr. 15000 sem er eini kostnaðurinn fyrir utan vasapeninga.

Uppihald og dagskrá eru í boði heimamanna.

Ef þú hefur áhuga á að fara á ungmennamótið sækir þú um með því að skrifa bréf til Norræna félagsins á Akranesi og sendir á netfangið: [email protected]

Í bréfinu þarf að koma fram stutt kynning á þér og hvers vegna þú hefur áhuga á að taka þátt í mótinu.

Umsóknarfrestur er til 12.ágúst 2022

Ef óskað er nánari upplýsinga má senda póst á [email protected].