Grænn orkugjafi í tveimur nýjum strætisvögnum sem teknir verða í notkun á næsta ári



Í byrjun ársins 2023 verða tveir strætisvagnar í akstri fyrir íbúa Akraness og gesti – og verða báðir vagnarnir rafmagnsknúnir.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Akraness. Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. átti lægsta tilboðið í verkefnið sem stendur yfir til ársins 2029.

Nýverið var skrifað undir samning við fyrirtækið um þjónustuna en þrjú fyrirtæki buðu í verkefnið. Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. hafa sinnt þessari þjónustu frá árinu 2009 og hefur einn vagn verið í notkun á akstursleiðinni.

Skagaverk og Vestfirskar Ævintýraferðir buðu einnig í verkefnið.

Fram kemur í fréttinn á vef Akraneskaupstaðar að á tímabilinu verður strætisvagnaþjónusta við íbúa aukin með því að bæta við einum vagni. Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar munu taka í rekstur tvo nýja rafmagnsvagna sem eru væntanlegir um næstu áramót.

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/06/27/thrju-tilbod-barust-i-straetisvagnathjonustu-a-akranesi-fram-til-arsins-2029/