Blikkverk s/f neyðist til að hætta rekstriBlikkverk s/f hefur hætt rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Þökkum fyrir tímann sem gátum starfað á lóðinni okkar Dalbraut 2 Akranesi þar sem við sköpuðum störf og gjaldeyri fyrir samfélagið til margra ára.
Það er þyngra en tárum taki að kveðja ævistarfið og viðskiptavini okkar.
Með einlægri von um að stjórnendur Akraneskaupstaðar temji sér lágmarks siðferði og kurteisi við lóðahafa á Akranesi,“ segir í tilkynningunni frá Sigurði Ragnarssyni sem er einn af eigendum fyrirtækisins.