Löður fær leyfi fyrir sjálfvirka bílaþvottastöð við Skagabraut 43Fyrirtækið Löður hefur sótt um að setja upp sjálfvirka bílaþvottastöð við bensínafgreiðslu Orkunnar við Skagabraut 43.

Umsóknin var samþykkt í bæjarráði Akraness á fundi ráðsins þann 27. júlí s.l.

Fyrirhuguð breyting er fólgin í að bætt verður við lóðina tveimur byggingareitum, annars vegar fyrir geymsluskúr sem fyrir er á lóðinni og hins vegar fyrir bílaþvottastöð.

Byggingarreitur fyrir þjónustuhús og skyggni yfir dælum er einnig aðlagaður að fyrirliggjandi mannvirkjum

Hér fyrir neðan eru helstu gögn varðandi umsóknina sem birt er á vef Akraneskaupstaðar.