Stefán Gísli og félagar með silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í SkeetSkagamaðurinn Stefán Gísli Örlygsson var í landsliði Íslands sem náði silfurverðlaunum á Norðurlandamótinu í haglabyssugreininni Skeet.

Stefán Gísli er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni.

Liðið skipa þeir Hákon Þ. Svavarsson, sem varð á mótinu fyrsti Íslendingurinn til að hampa Norðurlandameistaratitli í skotfimi í einstaklingskeppninni í Skeet, Stefán Gísli Örlygsson, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni, og Jakob Þór Leifsson.

Frá þessu er greint á vef Skotíþróttasambands Íslands.