Unnur Ýr stimplaði sig inn í 200 leikja klúbbinn hjá ÍAUnnur Ýr Haraldsdóttir stimplaði sig inn í 200 leikja klúbbinn hjá Knattspyrnufélagi ÍA í gær. Þá lék hin 28 ára gamla Unnur Ýr sinn 200. leik í 3-1 sigri ÍA gegn Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda á Íslandsmótinu í 2. deild.

Framherjinn hefur skoraði 78 mörk í þessum 200 leikjum – og þá eru aðeins taldir KSÍ leikir. Allir æfingaleikir og aðrir óskráðir leikir eru ekki taldir með.

Unnur Ýr lék sinn fyrsta meistaraflokks leik árið 2009 með ÍA gegn Völsungi frá Húsavík en hún hefur alla tíð leikið með ÍA.

Faðir hennar, Haraldur Ingólfsson, lék yfir 400 meistaraflokks leiki með ÍA og Jónína Víglundsdóttir, móðir Unnar lék yfir 150 leiki með ÍA á sínum tíma.