Dýralækningastofa hefur ekki verið starfrækt á Akranesi frá því að Dagmar Vala Hjörleifsdóttir opnaði stofu á haustmánuðum árið 1987.
Hún var sú fyrsta sem opnaði dýralækningstofu á Akranesi, samkvæmt heimildum sem gefnar eru upp í Skagablaðinu árið 1987. Dagmar starfaði við fag sitt á Akranesi um nokkurra ára skeið. Nánar í viðtali við Dagmar hér.
Gæludýrum af ýmsum tegundum hefur fjölgað gríðarlega á Akranesi og á landinu öllu á undanförnum árum – og er mikil eftirspurn eftir þjónustu dýralækna á Íslandi.
Í fundargerð Skipulags og umhverfisráðs Akraness fyrr á þessu ári kemur fram að lögð hafi verið fram fyrirspurn um að setja upp dýralækningastofu í hesthúsahverfinu við Æðarodda, nánar tiltekið í húsi nr. 46. Í fundargerð ráðsins kemur fram að tekið sé jákvætt í erindið.
Ekki liggur fyrir hvaða aðili hefur óskað eftir því að setja upp dýralækningsstofu á Æðarodda.