Stefán Teitur í liði vikunnar í dönsku úrvalsdeildinniSkagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur byrjað tímabilið vel í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með Silkeborg.

Lið hans lék sinn fjórða leik á tímabilinu um liðna helgi og þar sigraði Silkeborg 3-1 gegn Álaborg.

Stefán Teitur lagði upp eitt marka liðsins og var lykilmaður í leik liðsins á miðsvæðinu.

Stefán Teitur var valinn í lið umferðarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Silkeborg er með tíu stig eftir fjórar umferðir, tveimur stigum eftir toppliði Nordsjælland sem er með fullt hús stiga.

Stefán Teitur, er fæddur árið 1998, og er því á 24. ári. Hann lék 28 leiki með Silkeborg á síðustu leiktíð, skoraði 2 mörk og lagði upp 2 mörk. Hann hefur fest sig í sessi í íslenska A-landsliðshópnum á undanförnum misserum.