Mikill áhugi á Norðurlandameistaramótinu í eldsmíði – á annað þúsund manns mættu á keppnissvæðið



Norðurlandameistaramótið í eldsmíði fór fram um liðna helgi á Byggðasafninu á Akranesi.

Mikill áhugi var á keppninni og komu á annað þúsund manns að fylgjast með spennuþrunginni smíðinni og þegar tímavörður taldi niður í lok keppni meistara, brutust út fagnaðarlæti með lófataki. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hið forna handverk, sem þróað var á járnöld lifir enn góðu lífi. Keppendur komu frá fimm löndum; Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

Smíðuð voru akkeri í öllum þremur flokkum og þurftu eldsmiðir að sýna fram á getu sem hæfði hverjum flokki.

Keppnin var haldin hér á landi árið 2013 að Görðum á Akranesi. Reynt er að hafa keppnina annað hvert ár og er næsta keppni áætluð í Danmörku eftir tvö ár.

Eftirfarandi eru úrslit keppninnar í ár:

Fyrsta keppni. Bjartasta vonin. Opinn flokkur. Frjáls efnistök.

  1. sæti Magnus Nilson frá Svíþjóð
  2. sæti Nestori Widenoja frá Finnlandi
  3. sæti Sören Hammer frá Danmörku

Önnur keppni. Sveinar. Skarpt horn og slegið gat

  1. sæti Sami Niinilampi frá Finnlandi
  2. sæti Kasper Reinholdt Frá Danmörku
  3. sæti Emil Lindqvist frá Svíþjóð

Þriðja keppni Meistarar. Skörp horn, slegið gat, samsuða og teikning

  1. sæti Mathias Wilson frá Svíþjóð
  2. sæti Mikael Wunderlich frá Noregi
  3. sæti Beate Stormo frá Íslandi

Mynd: Efri röð frá vinstri: Sören Hammer, Nestori Widenoja og Magnus Nilson, opnum flokki, þá Emil Lindqvist, Kasper Reinholdt og Sami Niinilampi í sveinaflokki. Neðri röð frá vinstri: Mikael Wunderlich, Mathias Wilson og Beate Stormo en þau voru í þremur efstu sætum í meistaraflokki.