Norðurlandameistaramótið í eldsmíði fór fram um liðna helgi á Byggðasafninu á Akranesi.
Mikill áhugi var á keppninni og komu á annað þúsund manns að fylgjast með spennuþrunginni smíðinni og þegar tímavörður taldi niður í lok keppni meistara, brutust út fagnaðarlæti með lófataki. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Hið forna handverk, sem þróað var á járnöld lifir enn góðu lífi. Keppendur komu frá fimm löndum; Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.
Smíðuð voru akkeri í öllum þremur flokkum og þurftu eldsmiðir að sýna fram á getu sem hæfði hverjum flokki.
Keppnin var haldin hér á landi árið 2013 að Görðum á Akranesi. Reynt er að hafa keppnina annað hvert ár og er næsta keppni áætluð í Danmörku eftir tvö ár.
Eftirfarandi eru úrslit keppninnar í ár:
Fyrsta keppni. Bjartasta vonin. Opinn flokkur. Frjáls efnistök.
- sæti Magnus Nilson frá Svíþjóð
- sæti Nestori Widenoja frá Finnlandi
- sæti Sören Hammer frá Danmörku
Önnur keppni. Sveinar. Skarpt horn og slegið gat
- sæti Sami Niinilampi frá Finnlandi
- sæti Kasper Reinholdt Frá Danmörku
- sæti Emil Lindqvist frá Svíþjóð
Þriðja keppni Meistarar. Skörp horn, slegið gat, samsuða og teikning
- sæti Mathias Wilson frá Svíþjóð
- sæti Mikael Wunderlich frá Noregi
- sæti Beate Stormo frá Íslandi
Mynd: Efri röð frá vinstri: Sören Hammer, Nestori Widenoja og Magnus Nilson, opnum flokki, þá Emil Lindqvist, Kasper Reinholdt og Sami Niinilampi í sveinaflokki. Neðri röð frá vinstri: Mikael Wunderlich, Mathias Wilson og Beate Stormo en þau voru í þremur efstu sætum í meistaraflokki.