Haukur Andri Haraldsson var hetja Skagamanna í dag þegar hann tryggði liðinu 2-1 sigur gegn ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Haukur Andri, sem er fæddur árið 2005, skoraði sigurmarkið á 88. mínútu. Áður hafði Kristian Lindberg komið ÍA yfir á 32. mínútu og Andri Bjarnason jafnaði metin fyrir ÍBV strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks.
Sigurmarkið hjá Hauki var sögulegt þar sem að hann batt enda á lengstu taphrinu ÍA frá upphafi í efstu deild karla.
Þetta var annar sigur ÍA á tímabilinu en liðið hafði ekki unnið leik í 119 daga eða frá 24. apríl 2022. Til að setja þann tíma í samhengi þá eru það rúmlega 10 milljón sekúndur, rúmlega 170 þúsund mínútur, rúmlega 2800 klukkustundir, 17 vikur og 32% af árinu 2022.
Smelltu hér fyrir myndasafn frá leiknum