Leyniskonur í þriðja sæti á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild 50+



Íslandsmót golfklúbba 2022 í kvennaflokki 50 ára og eldri fór fram á Hólmsvelli í Leiru 18.-20. ágúst. Leyniskonur gerðu sér lítið fyrir og náðu þriðja sætinu eftir sigur gegn Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar. Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði Golfklúbbinn Keili í úrslitaleiknum.

Árangur Leyniskvenna er áhugaverður í ljósi þess að liðið sigraði í 2. deild fyrir ári síðan og var því nýliði í efstu deild kvenna í þessum aldursflokki.

Í 1. deild kvenna tóku alls 8 lið þátt.

Keppt var í tveimur riðlum og leikin ein umferð í riðlinum. Tvö efstu liðin komust í undanúrslit þar sem að efsta liðið í A-riðli lék gegn liðinu í 2. sæti í B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liðinu í 2. sæti í A-riðli. Liðin sem komust ekki í undanúrslit léku um sæti 5.-8. og neðsta liðið féll í 2. deild. Einn fjórmenningsleikur og fjórir tvímenningsleikir fóru fram í hverri umferð.

Ruth Einarsdóttir, Elísabet Valdimarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir,
María Björk Sveinsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Rakel Kristjánsdóttir,
Díana Carmen Llorens, Jóna Björg Olsen.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Frá vinstri: Elísabet Valdimarsdóttir, Ruth Einarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, Díana Carmen Llorens, Rakel Kristjánsdóttir, María Björk Sveinsdóttir. Á myndina vantar Ragnheiði Jónasdóttur og Jónu Björg Olsen.
Frá vinstri: Díana Carmen Llorens, Ragnheiður Jónasdóttir, Rakel Kristjánsdóttir, María Björk Sveinsdóttir, Elísabet Valdimarsdóttir, Ruth Einarsdóttir, Jóna Björg Olsen og Helga Rún Guðmundsdóttir.