Jaðarsbakkalaug hefur verið lokuð undanfarna daga vegna árlegs viðhalds og viðgerða.
Í fyrstu var áætlað að opna á ný s.l. sunnudag en verkefnið hefur tafist.
Í tilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að opnað verður í sundlaugina á ný á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst, á hefðbundnum tíma.
Pottar, vaðlaug og rennibrautarlaug verða lokaðar eitthvað áfram og verður auglýst síðar hvenær áætlað er að hægt verði að opna þær aftur.