Bætt þjónusta með lengri opnunartíma í upplýsingamiðstöð ferðamannaBæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi að breyta opnunartíma upplýsingamiðstöðvar ferðamanna / Akranesvita.

Breytingin felst í því að upplýsingamiðstöð ferðamanna við Akranesvita verður opin virka daga í sex klukkustundir á dag í stað tveggja.

Opnunartími gildir frá 1. september til og með 30. apríl ár hvert.