Þrír ungir og efnilegir kylfingar úr röðum Leynis á Akranesi náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu í holukeppni unglinga 2022.
Alls tóku 7 keppendur úr Leyni þátt en aðeins 16 stigahæstu kylfingar tímabilsins í hverjum aldursflokki fá keppnisrétt á þessu móti.
Björn Viktor Viktorsson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í flokki 19-21 árs og er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hans í unglingaflokki.
Frændsystkinin Vala María Sturludóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson léku bæði til úrslita í flokki 13-14 ára. Vala María og Guðlaugur Þór töpuðu í úrslitaleikjunum og enduðu bæði með silfurverðlaun.
Elsa Maren Steinarsdóttir féll úr leik í 8-manna úrslitum í flokki 17-18 ára.
Tristan Freyr Traustason féll úr leik í 8-manna úrslitum í flokki 15-16 ára.
Kári Kristvinsson féll úr leik í 8-manna úrslitum í flokki 17-18 ára.
Nói Claxton féll úr leik í 16-manna úrslitum í flokki 17-18 ára.
Nánar á golf.is