Sigsteinn nýr forstjóri Skagans 3x og Baader Íslands



Sigsteinn Grétarsson er nýr forstjóri Skagans 3X og Baader Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sigsteinn var áður forstjóri Arctic Green Energy en hafði gegnt þeirri stöðu frá árinu 2016.

Sigsteinn er margreyndur stjórnandi og leiðtogi með margþætta reynslu af alþjóðaviðskiptum og matvælatækni – segir m.a. í tilkynningunni.

Ráðningin er sögð liður í að styrkja frekar stöðuna í íslenska hluta fyrirtækisins sem samanstendur af Baader Íslandi og Skaganum 3X.

Í lok síðasta árs lét Ingólfur Árnason, stofnandi Skagans 3X, af störfum sem forstjóri félagsins. Hann seldi í kjölfarið 40% hlut sinn í fyrirtækinu til Baader – sem á nú Skagann 3X.

Sigsteinn Grétarsson er nýr forstjóri Skagans 3X og Baader Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sigsteinn var áður forstjóri Arctic Green Energy en hafði gegnt þeirri stöðu frá árinu 2016.