Sumaropnunartími Guðlaugar tekin upp á ný eftir ákvörðun bæjarráðs Akraness



Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 8. september að framlengja sumaropnunartíma í Guðlaugu við Langasand.

Í bókun ráðsins kemur fram að þetta sé gert til að mæta mikilli eftirspurn

„Sumaropnunartíminn mun gilda út september og þá skoðað hvort hann verði framlengdur enn frekar með því markmiði að þetta einstaka mannvirki nýtist með sem bestum hætti,“ segir í bókun ráðsins.

Töluverð óánægja var með opnunartíma Guðlaugar þegar vetraropnuntíminn tók gildi í byrjun september. Þar á meðal skrifaði Brynhildur Björg Jónsdóttir pisti á vef Skagafrétta um málið – og vakti pistill hennar mikla athygli hjá lesendum fréttavefsins.

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/09/07/pistill-um-gudlaugu-og-fleira/