Fjölmenni í langþráðu ferðalagi félagsmanna VLFA



Verkalýðsfélag Akraness stóð fyrir ferðalagi á dögunum fyrir eldri félagsmenn – en slík ferðalög hafa ekki verið á dagskrá undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldur.

Elsti félagsmaðurinn sem tók þátt í ferðinni að þessu sinni hefur verið félagsmaður í 78 ár – kona sem fædd er árið 1927 og gekk í félagið árið 1944.

Á heimasíðu VLFA er ferðasagan í heild sinni en viðkomustaðirnir voru margir og áhugaverðir.

Smelltu hér fyrir alla ferðasöguna á vef VLFA.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá ferðadeginum.

Gísli Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akraness og alþingismaður, var leiðsögumaður og sá hann um að fræða fólk um hina ýmsu staði og viðburði auk þess að taka reglulega lagið enda var hann með nikkuna góðu meðferðis.

Um 60 félagsmenn tóku þátt og á meðal viðkomustaða voru Bessastaðir þar sem að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti hópnum.