Naumt tap kvennaliðs ÍA gegn toppliðinu – tvö rauð spjöld í fimm marka leik



Kvennalið ÍA tapaði naumlega fyrir toppliði Fram í gær í 2. deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Lokatölur 3-2.

Það var heitt í kolunum á nýjum heimavelli Fram í Úlfarsárdal þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft í hörkuleik.

ÍA er í fimmta sæti í efri hluta deildarinnar með 25 stig en Fram er í efsta sæti með 32 stig.

Unnur Ýr Haraldsdóttir kom ÍA yfir á 19. mínútu en Ylfa Margrét Ólafsdóttir jafnaði fyrir Fram á 27. mínútu.

Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari ÍA fékk rautt spjald mínútu síðar og Jessica Grace Kass Ray kom Fram í 2-1 á 35. mínútu.

Bryndís Þórólfsdóttir fyrirliði ÍA fékk rautt spjald á 36. mínútu þegar hún fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Lára Mist Baldursdóttir kom Fram í 3-1 á 67. mínútu áður en Samira Suleman minnkaði muninn fyrir ÍA á 86. mínútu.

Samira Suleman framherji ÍA kom frá Sindra fyrr á þessu ári og hefur bætt sóknarleik ÍA mikið. Mynd/skagafrettir.is
Bryndís Þórólfsdóttir fyrirliði ÍA er hér lengst til hægr – en hún fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. Mynd/skagafrettir.is
Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari ÍA fékk rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Mynd/skagafrettir.is