Á næstu dögum verður mikið um að vera hjá nemendum – og starfsfólki Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Heilsueflingarteymi FVA hefur gefið út dagskrá fyrir Heilsuviku FVA sem fram fer dagana 26.-30. september.
Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir þá sem taka þátt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Athygli er vakin á því að allir viðburðir eru bæði fyrir nemendur og starfsfólk FVA.
Flestir viðburðir eru opnir og nóg að mæta bara á staðinn, ef takmörk eru á fjölda þátttakenda og skráningar þörf er það tekið fram við dagskrárliðinn.
Dagskrá hvers dags verður kynnt á Instagram.
Dagskrá heilsuviku:
Mánudagurinn 26. september
- 30/30 áskorun hefst
- 12:30 Kynning á Heilsuvikunni á sal – NFFA
Róðrakeppni á sal, starfsfólk vs. nemendur – Sævar - 16:30 Fjallganga á Akrafjallið góða. Mæting við Akrafjall. Guðfinnuþúfa/ Geirmundartindur/ Selbrekka og Berjadalurinn Eitthvað fyrir alla! – Hildur Karen og Jófríður
- 20:30 – 22:00 Winter Cup (fótboltamót) í Íþróttahúsinu Jaðarsbökkum – NFFA
Þriðjudagurinn 27. september
- Frítt í þrek. Nemendur framvísa stundatöflu á Innu, starfsfólk er á nafnalista.
- 12:30 – 13:00 Núvitund í Blöðrunni – Íris
- 16:30 Fjallganga á Esjuna – gengið að Steini, algengustu gönguleið landsins! Mæting við FVA og sameinast í bíla – Gréta og Kristín Edda
- 21:00 – 22:00 Winter Cup (blak og körfubolti) í Íþróttahúsinu Jaðarsbökkum– NFFA
Miðvikudagurinn 28. september
- Frítt í þrek. Nemendur framvísa stundatöflu á Innu, starfsfólk er á nafnalista.
- 9:40 – 10:35 Ratleikur úti! Merkt við í kennslustundir og nemendur raða sér í 5 manna lið, aðrir mæta í salinn. Verðlaun í boði!– Hildur Karen og Heilsueflingarteymið í samstarfi við Viskuklúbb og íþróttaklúbb NFFA
- 16:30 – 17:30 Söguganga með Leó kennara um Garðasvæðið og skógræktirnar. Mæting við safnasvæðið.
- 19:00 Sjósund og Guðlaug. Skráning á skrifstofu og mæting við Guðlaugu – Kristín Edda
Fimmtudagurinn 29. september
- 9:40 – 10:35 Betri svefn – grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu. Fyrirlestur á sal með Ingibjörgu Rögnu Malmquist, sálfræðingi hjá Betri svefn. Merkt við í kennslustundir.
- 12:30 – 13:00 Hádegisganga um Kalmansvík. Mæting í aðalanddyri– Gréta
- 15:30 WestSide íþróttakeppni og Gettu betur – NFFA
Föstudagurinn 30. september
- 12:30 Á sal – Útdráttur úr edrúpotti (NFFA) og verðlaun veitt fyrir ratleikinn (Hildur)
- 16:00 – 17:00 Kajakróður með Siglingafélaginu. Skráning á skrifstofu og mæting við Hafnarsvæðið – Steini Ben
- 18:30 – 19:30 Fimleikakvöld í fimleikahúsinu við Vesturgötu. Skráning á skrifstofu, 30 manns – Sævar