Á næstunni kemur út bókin Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness eftir sagnfræðinginn og Skagamanninn Björn Þór Björnsson.
Í bókinni segir frá sigrum og sorgum knattspyrnunnar og í þessu innslagi í þættinum Að Vestan segir Björn Þór frá bókinni.
Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir stýra þættinum líkt og á undanförnum árum.
Í bókinni er saga knattspyrnunnar rakin allt frá því Knattspyrnufélagið Kári, fyrsta knattspyrnufélag Akraness, var stofnað árið 1922 og allt til dagsins í dag.
Um er að ræða veglegt rit í stóru broti prýtt fjölda mynda sem tengist knattspyrnusögu Akraness en útgefandi bókarinnar er Bókaútgáfan Hólar.