Sex verðlaun á fyrri keppnisdeginum hjá Skagakonunum á NM í GarpasundiEins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is eru fjórir keppendur frá Sundfélagi Akraness á meðal keppenda á Norðurlandameistaramóti Garpa sem hófst í gær í Þórshöfn í Færeyjum.

Silvia Llorens Izaguirren, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Kristín Minney Pétursdóttir og Anna Leif Elídóttir eru á meðal keppenda en alls eru 40 keppendur frá Íslandi – og koma þeir frá fjórum félögum. Alls eru 150 keppendur á mótinu og eru þeir á aldrinum 25-80 ára.

Skagakonurnar náðu flottum árangri á fyrri keppnisdeginum.

Nánari úrslit má finna hér.

Í 4×50 metra boðsundi varð ÍA í 2. sæti í sínum aldursflokki.

Arnheiður Hjörleifsdóttir varð þriðja í 100 metra baksundi í flokki 45-49 ára.

Kristín Minney sigraði í 100 metra bringusundi og 400 metra skriðsundi í flokki 40-44 ára.

Silvía Llorens varð önnur á eftir Kristínu í báðum þessum greinum.

Keppt er í 25 metra innilaug í Þórshöfn og fer keppnin fram föstudag og laugardag.

Kristín Minney keppti nýverið á Evrópumeistaramótinu í Garpaflokki eins og fram kemur í þessari greint á skagafrettir.is

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/09/07/kristin-minney-nadi-markmidum-sinum-a-evropumeistaramoti-garpa-i-rom/