Jón Þór stýrir liði ÍA áfram – fjölmargir leikmenn án samnings í lokaumferðum Íslandsmótsins



Jón Þór Hauksson, þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu, sagði í samtali við fotbolti.net eftir leik ÍA og Leiknis í gær að hann yrði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. ÍA er í neðsta sæti Bestu deildar karla þegar tveir leikir eru eftir.

Það er ljóst að talsverðar breytingar verða á leikmannahóp ÍA á næstu leiktíð og margir leikmenn sem hafa leikið stór hlutverk með liðinu á leiktíðinni eru nú þegar samningslausir.

Jón Þór gerði samning til þriggja ára við félagið í janúar á þessu ári þegar hann tók við þjálfun liðsins af Jóhannes Karli Guðjónssyni.

Liðið á enn tölfræðilega möguleika á að halda sæti sínu í efstu deild en til þess þarf ÍA að vinna síðustu tvo leikina, gegn ÍBV og FH, með í það minnsta með 23 marka mun.

Eins og áður segir má gera ráð fyrir töluverðum breytingum á leikmannahópnum. Margir leikmenn eru nú þegar samningslausir frá og með deginum í dag, 16. okt. 2022. Þar má nefna markahæsta leikmann liðsins Eyþór Aron Wöhler, sóknarmanninn Viktor Jónsson, bakvörðinn Árna Salvar Heimisson og markvörðinn Árna Snæ Ólafsson sem var fyrirliði ÍA á ný í síðasta leik liðsins gegn Leikni.

Síðar á þessu ári renna samningar margra leikmanna út sem hafa leiktið stórt hlutverk með liðinu í sumar. Þar má nefna varnarmennina Aron Bjarka Jósepsson og Oliver Stefánsson. Sá síðarnefndi er samningsbundinn sænska liðinu Norrköping og fer til liðsins á ný eftir leiktíðina. Danski varnarmaðurinn Tobi­as Staga­ard er á láni út tíma­bilið frá AC Hor­sens og danski framherjinn Kristian Lind­berg er með samning fram í miðjan nóvember.

Margir af lykilleikmönnum liðsins eru með samninga í gildi fram til loka næsta tímabils. Þar á meðal eru

Steinar Þorsteinsson, Kaj Leo í Bartalstovu (Færeyjar), Johannes Björn Vall (Svíþjóð), Alexander Davey (Skotland), Christian Thobo Köhler (Danmörk), Árni Marinó Einarsson, Gísli Laxdal Unnarsson og Jón Gísli Eyland Gíslason.

Eftirtaldir leikmenn hafa leikið með ÍA á leiktíðinni og eru samningslausir frá og með deginum í dag:

Viktor Jónsson fæddur 1994 – samningurinn rann út 16.10.2022.
Brynjar Snær Pálsson fæddur 2001 – samningurinn rann út 16.10.2022.
Eyþór Aron Wöhler fæddur 2002 – samningurinn rann út 16.10.2022.
Wout Droste fæddur 1989 – samningurinn rann út 16.10.2022.
Hlynur Sævar Jónsson fæddur 1999 – samingurinn rann út 16.10.2022.
Árni Snær Ólafsson fæddur 1991 – samningurinn rann út 16.10.2022.
Árni Salvar Heimisson fæddur 2003 – samningurinn rann út 16.10.2022.
Hallur Flosason fæddur 1993 – samningurinn rann út 16.10.2022.

Eftirtaldir leikmenn hafa ekki leikið með ÍA á leiktíðinni og eru samningslausir:

Benjamín Mehic fæddur 2001 – samningurinn rann út 16.10.2022.
Ísak Örn Elvarsson fæddur 2002 – samningurinn rann út 16.10.2022.
Marteinn Theodórsson fæddur 2001 – samningurinn rann út 16.10.2022

Eftirtaldir leikmenn hafa leikið með ÍA á leiktíðinni og verða samningslausir síðar á árinu 2022.

Aron Bjarki Jósepsson fæddur 1989 – samningurinn rennur út 31.10.2022.
Sigurður Hrannar Þorsteinsson fæddur 2000 – samningurinn rennur út 16.11.2022.
Garðar Bergmann Gunnlaugsson fæddur 1983 – samningurinn rennur út 16.11.2022.
Kristian Ladewig Lindberg fæddur 1994 – samningurinn rennur út 16.11.2022.
Oliver Stefánsson fæddur 2002 – samningurinn rennur út 31.12.2022

Eftirtaldir leikmenn eru með gildandi samning við ÍA samkvæmt vef KSÍ:

Steinar Þorsteinsson fæddur 1997 – samningur í gildi til 16.10.2023.
Kaj Leo í Bartalstovu fæddur 1991 – samningur í gildi til 31.10.2023.
Johannes Björn Vall fæddur 1992 – samningur í gildi til 31.10.2023.
Alexander Davey fæddur 1994 – samingur í gildi til 31.10.2023.
Árni Marinó Einarsson fæddur 2002 – samningur í gildi til 31.10.2023.
Christian Thobo Köhler fæddur 1996 – samingur í gildi til 31.10.2023.
Gísli Laxdal Unnarsson fæddur 2001 – samningur í gildi til 31.10.2023
Jón Gísli Eyland Gíslason fæddur 2002 – samningur í gildi til 16.11.2023
Haukur Andri Haraldsson fæddur 2005 – samningur í gildi til 16.10.2024.
Ingi Þór Sigurðsson fæddur 2004 – samingur í gildi til 16.11.2024.
Daníel Ingi Jóhannessson fæddur 2007 – samningur í gildi til 31.10.2024.
Ármann Ingi Finnbogason fæddur 2004 – samningur í gildi til 31.10.2024.
Breki Þór Hermannsson fæddur 2003 – samningur í gildi til 31.10.2024
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson fæddur 2002 – samningur í gildi til 31.10.2024.
Gabríel Þór Þórðarson fæddur 2004 – samningur í gildi til 31.10.2024.
Logi Mar Hjaltested fæddur 2005 – samningur í gildi til 16.10.2023.
Jóhannes Breki Harðarson fæddur 2004 – samningur í gildi til 16.10.2023.
Júlíus Emil Baldursson fæddur 2002 – samningur í gildi til 16.10.2023.