Daníel Ingi valinn í U17 ára landslið Íslands fyrir undankeppni EM 2023



Skagamaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson er í íslenska U17 ára landsliði karla sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins 2023.

Mótið fer fram dagana 22. okt. – 1. nóvember í Norður-Makedóníu.

Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari liðsins.

Alls eru 20 leikmenn í landsliðshópnum og koma þeir frá 16 félögum.

Af þessum 20 eru fimm leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum.

Daníel Ingi er yngsti leikmaðurinn í sögu ÍA sem leikur í efstu deild karla með meistaraflokki félagsins.

Hann kom inn á í leik ÍA og Breiðabliks í byrjun ágúst.

Þá var Daníel Ingi 15 ára og 119 daga gamall. Fyrra metið átti Sigurður Jónsson sem var 15 ára og 300 daga þegar hann lék í efstu deild í fyrsta sinn.

Hópurinn er þannig skipaðaður.

Allan Purisevic – Stjarnan
Daniel Ingi Jóhannesson – ÍA
Daníel Tristan Guðjohnsen – Malmö FF
Elvar Máni Guðmundsson – KA
Elvar Örn Petersen Guðmundsson – OB Odense
Hilmar Karlsson (M) – Breiðablik
Hrafn Guðmundsson – Afturelding
Ívar Arnbro Þórhallsson (M) – KA
Jón Arnar Sigurðsson – KR
Karl Ágúst Karlsson – HK
Kjartan Már Kjartansson – Stjarnan
Nóel Atli Arnórsson – Aab
Óli Melander – Örebro
Sindri Sigurjónsson – Afturelding
Stefán Gísli Stefánsson – Fylkir
Stígur Diljan Þórðarson – Benfica
Sölvi Stefánsson – Víkingur R
Tómas Jóhannessen – Grótta
Valdimar Logi Sævarsson – KA
Þorri Stefán Þorbjörnsson – FH