Nýverið var nýtt fulltrúaráð skipað við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Hlutverk ráðsins, sem skipað er til fjögurra ára, er að vera skólanefnd til ráðuneytis um þjónustu skólans á Vesturlandi og vera tengiliður á milli skólanefndar og sveitarfélaga sem eiga aðild að skólanum.
Fulltrúaráð FVA er skipað fulltrúum þeirra sex sveitarfélaga sem standa að skólanum og er mun þetta ráð starfa á tímabilinu 2022-2026. Ráðið er skipað 12 fulltrúum og 12 til vara og hefur komið einu sinni saman.
Á þeim fundi var Ragnheiður Helgadóttir kosin formaður og Guðlaug Kristinsdóttir ritari. Einnig voru kjörnir tveir fulltrúar í skólanefnd og loks tveir til vara.
Skipting fulltrúa eftir sveitarfélögum er sem hér segir: Akranes 5 fulltrúar og 5 til vara; Borgarbyggð 2 fulltrúar og 2 til vara; Dalabyggð 1 fulltrúi og 1 til vara; Eyja- og Miklaholtshreppur 1 fulltrúi og 1 til vara; Hvalfjarðarsveit 2 fulltrúi og 2 til vara; Skorradalshreppur 1 fulltrúi og 1 til vara.
Ráðið er þannig skipað:
Akranes
Benedikt J. Steingrímsson
Guðmann Magnússon
Margrét Helga Ísaksen
Ragnheiður Helgadóttir
Sigrún Ágústa Helgudóttir
Borgarbyggð
Þorvaldur T. Jónsson
Jóhanna Þorvaldsdóttir
Varamenn eru Eðvar Ólafur Traustason og Viktor Ingi Jakobsson
Dalabyggð
Einar Jón Geirsson. Varamaður er Guðlaug Kristinsdóttir
Skorradalshreppur
Ástríður Guðmundsdóttir. Varamaður er Steinunn Fjóla Benediktsdóttir
Eyja- og Miklaholtshreppur
Veronika G. Sigurðardóttir. Varamaður er Sigurður Jónsson
Hvalfjarðarsveit
Andrea Ýr Arnarsdóttir
Birkir Snær Guðlaugsson
Varamenn eru Ása Hólmarsdóttir og Inga María Sigurðardóttir