Stefnt að því að auka fjölbreytni og gæði í mötuneyti GrundaskólaGrundaskóli á Akranesi er heilsueflandi skóli þar er lögð áhersla á að allir nemendur fái góða næringu í skólanum.

Í frétt á heimasíðu skólans kemur fram að starfsfólk í mötuneyti skólans hafi unnið markvisst að uppbyggingu á nýjum matarskráningarvef sem nefnist Timian. Á þessum nýja vef er möguleiki á að skoða betur hvað er í matinn og hvernig orkugildi skiptist milli fæðutegunda.

Á þessari önn hefur grænmetisbar skólans verið efldur en grænmeti er nær alltaf er í boði fyrir nemendur og starfsmenn. Unnið er að því að bæta tækjabúnað og koma upp betra kæliborði fyrir sjálfsafgreiðslu. Þegar því er lokið er möguleiki á að auka fjölbreytni og bæta öll gæði.

Ávaxtabitar eru í boði í mötuneytinu fyrir þá sem vilja. Samhliða þessu er hugmyndin að kynna hvern ávöxt sérstaklega fyrir nemendum og gildi hans fyrir fólk á öllum aldri. Átak skólans gegn matarsóun hefst á næstunni og er markmiðið til lengri tíma að engum matvælum verði hent í skólanum.