Á undanförnum árum hefur hið glæsilega hús Kirkjuhvoll við Merkigerði verið nýtt sem gistiheimili. Nýverið var þeirri starfsemi hætt og stendur húsið því autt.
Húsið er í eigu Akraneskaupstaðar og hefur Knattspyrnufélag ÍA óskað eftir afnotum af húsinu fyrir íþróttafólk á vegum KFÍA og mögulega annarra íþróttafélaga.
Þetta kemur fram í fyrirspurn frá KFÍA sem tekin var fyrir á fundi bæjarráðs. Á þeim fundi var samþykkt að húsnæðið verði nýtt tímabundið af ÍA gegn hóflegri leigu.
Akraneskaupstaður hefur það á stefnuskrá sinni að selja húsið er lögð áhersla í samkomulaginu við ÍA að hægt verði að losa húsið með skömmum fyrirvara komi til þess að húsið verði selt.
Kirkjuhvoll var byggt árið 1923 og er eitt af merkari húsum á Akranesi. Það er tæplega 400 fermetrar á þremur hæðum. Þar var lengst af bústaður presta á Akranesi, heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands var þar um tíma og listasetur var í húsinu um margra ára skeið.