Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar hjá Norðuráli – 40 ný störf verða til með nýrri framleiðslulínuMiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á athafnasvæði Norðuráls á Grundartanga á næstu misserum.

Fyrirtækið undirbýr nýja framleiðslulínu þar sem framleiddir verða álstangir eða sílvalningar og eru framkvæmdir við breytingarnar þegar hafnar.

Fyrirtækið stefnir að því að spara orku sem nemur 40% með því að fullvinna verðmætara ál.

Kostnaðurinn við framkvæmdina nemur 16 milljörðum kr.

Mikill fjöldi starfa verða til við þessa framkvæmd, þar af 90 viðbótarstörf á framkvæmdatímanum – og varanleg viðbótarstörf verða 40 þegar framkvæmdum verður lokið.

Alls eru um 600 starfsmenn hjá Norðuráli – og verður heildarfjöldi starfsmanna um 640 sem er tæplega 7% aukning.

Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsla hefjist árið 2024.

Nánar er fjallað um málið í fréttum RÚV.