Fjórir leikmenn úr ÍA í æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands fyrir vináttuleik gegn Skotum



Fjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í æfingahóp U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu sem mun æfa saman í byrjun nóvember.

Leikmennirnir eru Árni Marinó Einarsson (markvörður), Eyþór Aron Wöhler, Jón Gísli Eyland Gíslason og Oliver Stefánsson.

Æfingarnar eru undirbúningur fyrir vináttuleik gegn Skotlandi sem fram fer þann 17. nóvember á útivelli. Í hópnum eru aðeins leikmenn sem leika með liðum hér á landi.

ÍA og FH eru með flesta leikmenn, eða fjóra alls úr hvoru liði.

Hópurinn er þannig skipaður:
Andi Hoti – Leiknir R.
Anton Logi Lúðvíksson – Breiðablik
Davíð Snær Jóhannsson – FH
Jóhann Ægir Arnarsson – FH
Ólafur Guðmundsson – FH
Úlfur Ágúst Björnsson – FH
Lúkas Logi Heimisson – Fjölnir
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson – Fjölnir
Arnór Gauti Jónsson – Fylkir
Ólafur Kristófer Helgason – Fylkir
Kjartan Kári Halldórsson – Grótta
Eiður Atli Rúnarsson – HK
Ívar Orri Gissurarson – HK
Árni Marinó Einarsson – ÍA
Eyþór Aron Wöhler – ÍA
Jón Gísli Eyland Gíslason – ÍA
Oliver Stefánsson – ÍA
Arnar Breki Gunnarsson – ÍBV
Jón Vignir Pétursson – Selfoss
Ísak Andri Sigurgeirsson – Stjarnan
Orri Hrafn Kjartansson – Valur
Ari Sigurpálsson – Víkingur R.
Baldur Hannes Stefánsson – Þróttur R.